Óvissustig og lokanir

Vetrarfærð er víða um land.
Vetrarfærð er víða um land. mbl.is/RAX

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó er greiðfært með suðurströndinni að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Á Vestfjörðum er lokað yfir Dynjandisheiði. Athugað verður með mokstur síðar í vikunni. Flateyrarvegur er lokaður og verður hann skoðaður í birtingu. Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Eyrarhlíð í Skutulsfirði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi í Súðavíkurhlíð.

Á Norðurlandi er vegurinn um Þverárfjall lokaður. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ljósavatnsskarði. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla.

Unnið er að því að hreinsa vegi eftir nóttina á Norðausturlandi og er þæfingsfærð á Tjörnesi og ófært á Hólasandi. Við brú yfir Jökulsá á Fjöllum flæðir vatn og krapi yfir veg og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Víðast hvar á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en ófært er á Hróarstunguvegi. Lokað er á Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is