Skarðshlíðarhverfið að seljast upp

Hér má sjá fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi.
Hér má sjá fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi.

Lóðir í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði eru að seljast upp. Á árinu 2020 var 24 lóðum úthlutað í Skarðshlíðarhverfi undir 38 íbúðir. Auk þess var átta fjölbýlishúsalóðum undir 296 íbúðir í fyrsta áfanga á Hamranesi 8 sömuleiðis úthlutað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þar segir enn fremur að allar einbýlishúsalóðir Skarðshlíðar séu seldar og skammt sé þar til sama eigi við um sérbýli á svæðinu. Nú eru einungis 28 lóðir lausar til úthlutunar í öllu Skarðshlíðarhverfi: Þrjár lóðir fyrir parhús, 24 lóðir fyrir tvíbýlishús og ein lóð fyrir þríbýlishús. Þegar liggur fyrir fjöldi umsókna sem fjallað verður um á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 28. janúar nk.

„Þessi mikli áhugi á sérbýlislóðum í hverfinu er til marks um hve frábær staðsetning Skarðshlíðarhverfisins er,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

„Tvöföldun Reykjanesbrautar, tilkoma Ásvallabrautar og tilfærsla á Hamraneslínum hefur án efa ýtt undir áhugann á hverfinu sem verður til lengri tíma litið með fallegri og fjölskylduvænni íbúðahverfum á stór-höfuðborgarsvæðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert