193 tilkynningar um aukaverkanir

Búið er að bólusetja rúmlega 10 þúsund manns á Íslandi. …
Búið er að bólusetja rúmlega 10 þúsund manns á Íslandi. Rúmlega helmingur þeirra á eftir að fá seinni skammtinn. mbl.is/Árni Sæberg

Lyfjastofnun Íslands hafa borist 193 tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Ekki hefur fjölgað tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir en þær eru alls tíu, níu vegna bóluefnis Pfizer-BionNTech og ein vegna bóluefnis Moderna. Í því til­felli er um að ræða bráðaof­næmi sem kom upp hjá bólu­sett­um ein­stak­ling.

Bólusetningu 4.789 einstaklinga er lokið, það er þeir hafa fengið báða skammtana, en hafin hjá 5.646 manns. Alls eru þetta 10.435 manns. 

Hlutfallslega hafa flestir verið bólusettir á Norðurlandi og Vestfjörðum en fæstir á Suðurnesjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina