Bankahúsið er óselt

Landsbankinn á Ísafirði.
Landsbankinn á Ísafirði.

Nokkur tilboð hafa borist í Landsbankahúsið við Pólgötu á Ísafirði sem er til sölu.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu á dögunum er ætlunin að flytja starfsemi útibús bankans í byggingu skammt frá núverandi stað, það er Hafnarstræti 19 þar sem Sparisjóður Vestfirðinga var áður. Starfsemin verður þó áfram í hjarta bæjarins.

Hús Landsbankas á Ísafirði er á fjórum hæðum; kjallari, tvær hæðir og ris. Grunnflötur er um 220 m2 en alls er húsið um 830 m2. Afgreiðslusalur og aðstaða fyrir viðskiptavini var á 1. hæð en á 2. hæð var m.a. íbúð fyrir útibússtjóra. Í svip er bankahúsið mjög líkt byggingu Landsbankans á Selfossi, er þó minna og hlutföll önnur. Sem kunnugt er var húsið á Selfossi selt nýlega, enda hentar það ekki lengur starfsemi bankans. Sama er uppi á teningnum á Ísafirði. Breyttur veruleiki í bankastarfsemi kallar á önnur húsakynni.

„Nokkur tilboð hafa borist í hús Landsbankans við Pólgötu á Ísafirði en engu þeirra hefur verið tekið af hálfu bankans,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert