Eykur líkur á næturvætu

Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa.
Það er ekki gott að vera sífellt mál að pissa. mbl.is/Thinkstockphotos

Vísindamenn við Háskólann í Árósum og við rannsóknarsjúkrahúsið í Árósum hafa greint erfðaafbrigði sem getur haft áhrif á hvort börn eigi erfitt með að hætta að væta rúmið þegar þau eldast.

Flest börn hætta að væta rúmið við fimm eða sex ára aldur en það á ekki við um öll börn. Noctural enuresis (leggst út sem næturvæta á íslensku) er þegar börn væta rúmið sitt ítrekað eftir fimm ára aldur. Talið er að nætuvæta hrjái um 16% sjö ára barna en lítinn hluta eldri barna.

Næturvæta hefur áhrif á geðheilsu barns og sjálfstraust þess. Erfðamengi um 3.900 danskra barna, sem greinst höfðu með NE, voru greind og borin saman við erfðamengi viðmiðunarhóps, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka