Hringvegurinn enn lokaður

Greint var frá því síðdegis í gær að Vega­gerðin hefði …
Greint var frá því síðdegis í gær að Vega­gerðin hefði lokað þjóðvegi 1 á milli Mý­vatns og Eg­ilsstaða vegna krapa­stíflu sem flæðir yfir veg­inn við brúna yfir Jök­ulsá á Fjöll­um.

Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúna við Jökulsá á Fjöllum og lokar þannig veginum á milli Mývatns og Egilsstaða, staðan verður metin í birtingu. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina en verið er að moka þá leið segir á vef Vegagerðarinnar.

Hálka eða hálkublettir á fjallvegum á Vesturlandi en að mestu greiðfært á láglendi. Verið er að hreinsa allar leiðir í kringum Ísafjörð nema Flateyrarveg en hann er enn í biðstöðu, eins er verið að hreinsa leiðir í kringum Patreksfjörð. Aðrar leiðir á Vestfjörðum verða skoðaðar þegar fer að birta. Vegurinn um Þröskulda er lokaður. Vegurinn um Klettsháls er ófær vegna veðurs og stórhríðar. Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður. Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi er í gildi í Súðavíkurhlíð Steingrímsfjarðarheiði er ófær.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum norðanlands. Þæfingsfærð er nokkuð víða en verið að moka þær leiðir. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ljósavatnsskarði. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla.

Ófært er á Hólasandi og þæfingur á Tjörnesi. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði en snjóþekja á Fagradal. Hálka er á öðrum leiðum á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert