Þrefölduðu gagnasafnið í Lestrarkeppni

Forsetahjónin ásamt sigurvegurunum.
Forsetahjónin ásamt sigurvegurunum.

Um sex þúsund nemendur úr 136 skólum tóku þátt í Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2021 og fór þátttaka langt fram úr væntingum. Alls lásu nemendur 776 þúsund setningar á vefnum samromur.is, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fyrir keppnina voru um 320 þúsund setningar komnar í gagnasafnið og er því um rúmlega þreföldun í gagnamagni að ræða. Samanlagt hafa safnast 1,1 milljón setningar frá því verkefnið hófst.

Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum klukkan 14 í dag þegar forseti og forsetafrú Íslands veittu þremur skólum skólum verðlaun, en keppt var í ólíkum flokkum eftir fjölda nemenda í 4.-10. bekk.

Smáraskóli, Grenivíkurskóli og Setbergsskóli unnu keppnirnar í sínum flokki en Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur.

Smáraskóli sigraði í sínum flokki og las mest allra skóla …
Smáraskóli sigraði í sínum flokki og las mest allra skóla með 133 þúsund setningar frá 626 þátttakendum. Í lestrarkeppni síðasta árs söfnuðust í heildina 130 þúsund setningar - þannig að Smáraskóli toppaði þá alla. Ljósmynd/Aðsend
Grenivíkurskóli sigraði í sínum flokki og lásu næst-mest allra skóla …
Grenivíkurskóli sigraði í sínum flokki og lásu næst-mest allra skóla keppninnar: 129 þúsund setningar sem 420 þátttakendur lásu inn. Ljósmynd/Aðsend
Setbergsskóli sigraði í sínum flokki: 27 þúsund setningar sem 314 …
Setbergsskóli sigraði í sínum flokki: 27 þúsund setningar sem 314 þátttakendur lásu inn. Ljósmynd/Aðsend
Höfðaskóli, sem var í sama flokki og sigurvegarinn Grenivíkurskóli, fékk …
Höfðaskóli, sem var í sama flokki og sigurvegarinn Grenivíkurskóli, fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur: 102 þúsund setningar sem 516 þátttakendur lásu inn. Ljósmynd/Aðsend
Í Myllubakkaskóla lásu 310 þátttakendur 43 þúsund setningar.
Í Myllubakkaskóla lásu 310 þátttakendur 43 þúsund setningar. Ljósmynd/Aðsend
Í Gerðaskóla lásu 401 þátttakandi 48 þúsund setningar.
Í Gerðaskóla lásu 401 þátttakandi 48 þúsund setningar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert