Sprunga í skafli ógnaði Vesturfarasetrinu á Hofsósi

Vesturfarasetrið á Hofsós umsetið snjó.
Vesturfarasetrið á Hofsós umsetið snjó. Ljósmynd/Brynjólfur Sveinsson

Stórvirkar vinnuvélar, beltagrafa og snjótroðari voru fengin í gær til að fjarlægja mikinn snjó sem safnast hafði upp í brekkunni á bak við Vesturfarasetrið á Hofsósi.

Moka átti snjónum frá húsinu og út í sjó. Djúp sprunga var komin í skaflinn og var óttast um húsið ef hann spryngi fram.

Valgeir Þorvaldsson, sem stýrir Vesturfarasetrinu, segir að í miklum skafrenningi vilji snjór safnast í brekkuna á bak við húsið. Hann segir að gríðarlega mikill snjór sé á Hofsósi. Snjórinn lagðist öðruvísi í fyrra og þá náði skaflinn út í sjó. Óvenjumörg snjóflóð féllu í snjóflóðahrinum sem stóðu samtímis í þremur landshlutum að undanförnu, sem þykir óvenjulegt, að því er fram kemur í umfjöllun snjókomu síðustu daga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert