Surtsey fær sinn sess á Flugsafni Íslands á Akureyri

Þota Icelandair rifin í Keflavík.
Þota Icelandair rifin í Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg

„Verkinu er nær lokið. Næsta skref er að afskrá vélina og senda hana í endurvinnslu,“ segir Hörður Már Harðarson, yfirflugvirki Icelandair. Flugvirkjar Icelandair hafa unnið hörðum höndum að því síðustu vikur að rífa niður Surtsey, eina af Boeing 757-vélum félagsins sem teknar hafa verið úr notkun.

„Það hafa farið um 2.400 vinnutímar í þetta verk og 11-12 flugvirkjar hafa komið að því síðustu tvo mánuði. Það er auðvitað ánægjulegt að geta haldið öflugu fólki í vinnu á þessum erfiðu tímum,“ segir hann.

Framhluti Surtseyjar fer á Flugsafnið á Akureyri en restin af skrokknum í endurvinnslu. „Á annað þúsund íhlutir hafa verið teknir úr vélinni. Þeir fara annaðhvort inn í okkar varahlutakerfi þar sem þeir eru vottaðir eða þeir fara á viðurkennd verkstæði til viðgerðar og endurvottunar.“

Morgunblaðið greindi frá því á síðasta ári að Icelandair hefði sent tvær 757-vélar úr landi til niðurrifs en aðrar tvær yrðu teknar niður í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Hörður kveðst búast við því að þau áform standi enda hafi niðurrifið hér gengið vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert