Réttað í máli Manna í vinnu og Eldum rétt

Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í máli fjögurra Rúmena gegn starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 

Með stuðningi Eflingar höfða Rúmenarnir mál vegna vangoldinna launa, ólögmæts frádráttar af launum og vanvirðandi meðferðar meðan á vinnu þeirra í gegnum Menn í vinnu fyrir Eldum rétt stóð, en samkvæmt tilkynningu frá Eflingu vegna málsins endurspegla málavextir nöturlegan veruleika farandverkafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Í tilkynningu Eflingar segir jafnframt að forsvarsmenn Manna í vinnu eigi sér langa sögu af stofnun og rekstri starfsmannaleiga, launasvikum, gjaldþroti og endurkomu samsvarandi starfsemi á nýrri kennitölu. Þá sé stefnunni beint að Eldum rétt á grundvelli keðjuábyrgðar, en fleiri erlendir starfsmenn hafi starfað hjá öðrum fyrirtækjum sem hafi gert upp laun við sína starfsmenn með milligöngu Eflingar. Eldum rétt hafi hins vegar hafnað öllu samkomulagi.

Alls nema kröfur Eflingar fyrir hönd fjórmenninganna rúmlega 6,8 milljónum króna auk vaxta og lögfræðikostnaðar.

Halla Rut Bjarnadóttir, eigandi Manna í vinnu, ásamt verjanda sínum.
Halla Rut Bjarnadóttir, eigandi Manna í vinnu, ásamt verjanda sínum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert