Leit hætt í dag en haldið áfram á morgun

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali í 2. búðum K2. Ljósmynd/Facebook

Leit að John Snorra Sigurjónssyni, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur verið hætt í dag enda farið að rökkva í Pakistan. Leit verður fram haldið á morgun.

Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannanna síðan klukkan fimm á föstudagsmorgun að íslenskum tíma. Þetta kemur fram í pakistönskum miðlum.

Tvær pakistanskar herþyrlur hafa leitað fjallgöngumannanna í eins mikilli hæð og þyrlurnar þola, 7.800 metra hæð. Þegar seinast heyrðist frá John Snorra og félögum voru þeir í um 8.200 metra hæð.

Sonur Ali Sadpara, Sajid Sadpara, var með köppunum lengst af en þurfti að snúa til baka eftir að súrefniskútur hans bilaði. Hann er nú kominn í grunnbúðir og er svartsýnn á að faðir hans og félagar finnist á lífi.

Hann segir að erfitt væri að standa af sér svo langa dvöl á eins hættulegum stað. Hann segist þó viss um að John Snorri og félagar hafi náð á topp K2 en að eitthvað hafi komið fyrir á leiðinni niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert