Segja umfjöllun fjölmiðla gagnrýnilausa

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna segir umfjöllun íslenskra fjölmiðla, um fyrirhugaða sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka, gagnrýnilausa. Í því skyni að vekja athygli á þessu hafa samtökin sent frá sér tilkynningu.

Þar segir að farið sé af stað með söluferli „í miðjum heimsfaraldri og djúpri efnahagslægð, og í þjóðfélagi þar sem almenningur treystir ekki fjármálakerfinu“.

Stjórnin segist um leið, fyrir hönd níu þúsund félagsmanna, endursenda tilkynningu sem send var út 22. janúar auk opins bréfs til fjármála- og efnahagsráðherra.

Í tilkynningunni fullyrða samtökin meðal annars að þeir, sem haldi því fram að það sé ekki hlutverk ríkisins að reka banka, hafi „aldrei fært rök fyrir því hvers vegna það sé endilega verra að ríkið eigi banka sem þjóni samfélaginu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert