Oddvitaslagur hjá Sjálfstæðisflokki

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sækjast Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir bæði eftir því að leiða lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Þau munu hafa greint frá því á fjarfundi með sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum í vikunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu, en Þórdís er ráðherra og varaformaður flokksins og þykir það vinna með henni. Þórdís hafði fyrir nokkru staðfest að hún hygði á framboð í Norðvesturkjördæmi, án þess að gefa upp hvaða sæti hún stefndi á, en Haraldur hafði ekkert gefið upp um áform sín.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »