40% nemenda líður illa í fjarnámi

Nemendur í framhaldsskólum líður flestum ekki vel í fjarnámi.
Nemendur í framhaldsskólum líður flestum ekki vel í fjarnámi. mbl.is/Styrmir Kári

Um 22% nemenda líður vel í fjarnámi og 40% líður illa ef marka má niðurstöður könnunar á líðan, námi og aðstæðum framhaldsskólanema, sem lögð var fyrir fyrr í vetur. Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.

Könnunin var unnin af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, á meðan flestir framhaldsskólanemar stunduðu fjarnám, í nóvember 2020.

Meirihluti nemenda eða um 70% sögðust ánægðir með viðbrögð síns skóla vegna COVID-19 og 64% töldu sig örugg í skólanum. Rúmur helmingur nemenda tilgreindi að þeim gengi betur í staðnámi heldur en fjarmámi en tæpur fjórðungur sagðist ganga betur í fjarnámi.

Þá töldu 61% nemenda faranldurinn og sóttvarnareglur hafa haft slæm áhrif á félagslíf sitt á meðan 5% töldu það ekki og 77% nemenda sögðu að tækjabúnaður sem notaður var í fjarkennslu virki vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert