Allt að 11 stiga hiti á morgun

Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður fremur hægur vindur í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum, en fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 5 stig síðdegis, en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.
Seint í dag nálgast svo skil landið úr suðvestri og í kvöld gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu um landið sunnan- og vestanvert að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Sunnankaldi eða -strekkingur á morgun og rigning eða skúrir, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi en þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu. Það hlýnar talsvert en hiti verður víða á bilinu 4 til 11 stig.

Það bætir í vind annað kvöld og á laugardag er útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með áframhaldandi vætu sunnan og vestan til.

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag:

Suðlæg átt, víða 8-15 m/s. Rigning eða skúrir, einkum SA-lands, en úrkomulítið um landið NA-vert. Hiti 4 til 11 stig. Bætir í vind um kvöldið.

Á laugardag:
Sunnan 13-20 og rigning, sums staðar talsverð úrkoma en þurrt að kalla NA-til. Hiti breytist lítið. Hvassari suðvestanátt um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnandi veðri.

Á sunnudag:
Hvöss suðvestanátt og éljagangur en bjartviðri A-lands. Hiti um og yfir frostmarki. Dregur úr vindi síðdegis.

Á mánudag:
Minnkandi vestlæg átt og léttskýjað en dálítil él N- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt og skýjað með köflum, hiti 0 til 5 stig. Bjartviðri á N- og A-landi og frost 1 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með vætu S- og V-lands. Hlýnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert