Smjörklípa til að koma höggi á RÚV

RÚV hefur tekið upp nýtt kerfi við sölu á auglýsingum …
RÚV hefur tekið upp nýtt kerfi við sölu á auglýsingum í útvarp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir það alrangt sem haldið er fram að RÚV hafi lækkað verð útvarpsauglýsinga.

Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu í gær en haft var eftir sérfræðingi að RÚV hefði lækkað verðskrána um 27%. Þá áætlaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í samtali við ViðskiptaMoggann sl. miðvikudag að verðlækkunin væri um 20%.

Einar Logi segir það algengasta fyrirkomulagið á markaðnum að veita afslátt eftir veltu. Að þeir sem auglýsi mikið fái lægra verð.

„Við ákváðum fyrir nokkrum árum að breyta þessu. Við breyttum þessu í sjónvarpinu með því að innleiða svokallaða áhorfspunkta og afnema um leið veltutengda afslætti; að gera ekki upp á milli viðskiptavina eftir stærð heldur skyldu allir viðskiptavinir, stórir og smáir, ganga að sömu kjörum. Svo ákváðum við að innleiða þetta kerfi í útvarpinu líka,“ segir Einar Logi í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »