Framlínustarfsfólk í flugi fái forgang við bólusetningu

AFP

Ekki hafa fengist heimildir til að bólusetja flugliða og annað starfsfólk flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og fólk erlendis vegna starfa sinna. Formenn félaga flugfreyja og flugmanna styðja óskir Icelandair um koma þessu fólki framar í bólusetningarröðina.

„Mikil áhersla er lögð á að tryggja að smit berist ekki hingað yfir landamæri. Þetta starfsfólk er að halda uppi samgöngum við landið og fer út fyrir landamærin og kemst í snertingu við fólk um borð í flugvélum og erlendis. Þótt smithætta sé lítil um borð í flugvélum er hún samt einhver og fólkið er lengur í snertingu við farþega en margir aðrir sem koma að komufarþegum,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair.

Icelandair hefur fengið synjun hjá embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu við ósk um bólusetningu framlínustarfsfólks síns. Jens áætlar að um sé að ræða eitthvað á þriðja hundrað manns. Þau svör fengust frá fulltrúa stjórnvalda í gær að flugliðar væru ekki í forgangshópi, samkvæmt reglugerð ráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert