Eldar í endurprentun

Guðrún Vilmundardóttir, forleggjari hjá bókaútgáfunni Benedikt.
Guðrún Vilmundardóttir, forleggjari hjá bókaútgáfunni Benedikt. Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson

„Eldarnir rjúka út og endurprentun er væntanleg,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, forleggjari hjá bókaútgáfunni Benedikt. Skáldsagan Eldarnir Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, varafréttastjóra á RÚV, kom út fyrir síðustu jól og fékk strax frábæra dóma og viðtökur.

Í bókinni segir frá því þegar jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga og eldfjöll vakna til lífsins eftir hlé í 800 ár. Mörgu í þessari lýsingu þykir svipa til jarðhræringa suður með sjó síðustu daga. Lykilpersóna í bókinni er Anna Arnardóttir eldfjallafræðingur sem í hlutverki forstöðumanns Jarðvísindastofnunar þarf að mæta stærsta verkefninu á starfsferli sínum við stjórn almannavarna. Ástin fléttast í þessa atburðarás og fleira gott.

Eldarnir stoppa aldrei og margir eru á biðlista,“ segir Brynhildur Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu hjá Bókasafni Kópavogs. Safnið á alls 12 eintök af bókinni sem eru öll í útláni nú. Sama er á öðrum söfnum landsins, skv. því sem fram kemur á bókasafnsvefnum gegnir.is. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »