Vefur RÚV kiknaði undan álagi

Þetta var aðkoman á vef RÚV upp úr klukkan 16 …
Þetta var aðkoman á vef RÚV upp úr klukkan 16 í dag. Skjáskot/RÚV

Vefur Ríkisútvarpsins, ruv.is, lá niðri um stund um klukkan 16. Svo virðist sem álagið vegna áhuga á yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi hafi reynst vefþjónum RÚV ofviða.

Þegar blaðamannafundur almannavarna hófst var vefurinn á hliðinni. Stuttu eftir að fundurinn hófst fór vefurinn aftur í loftið en ekki var þó mögulegt að opna streymið frá fundinum. Starfsmenn virðast hafa brugðist hratt við því þegar þetta er skrifað er vefurinn aftur kominn í loftið og virkar sem skyldi.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert