Tíu í einangrun og jafnmargir í sóttkví

Ekkert smit hefur greinst utan sóttkvíar á Íslandi síðan 1. …
Ekkert smit hefur greinst utan sóttkvíar á Íslandi síðan 1. febrúar. AFP

Tíu eru nú í einangrun með kórónuveiruna á Íslandi og jafn margir í sóttkví. Ekkert smit greindist innanlands í gær. Níu af þeim sem eru smitaðir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og allir þeir sem eru í sóttkví eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Sá eini sem er í einangrun utan höfuðborgarsvæðisins er búsettur á Suðurnesjum.

Einn greindist með Covid-19 í seinni skimun á landamærunum í gær og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. 

Nú er einn með Covid-19 í aldurshópnum 13-17 ára. Fjögur smit eru í aldurshópnum 18-29 ára. Þrír eru smitaðir á fertugsaldri og einn á fimmtugs- og sjötugsaldri.

Margir fóru í einkennasýnatöku innanlands í gær eða 495 manns. Á landamærunum voru 488 skimaðir og fækkaði mjög í skimunarsóttkví í kjölfarið. Nú eru 797 í skimunarsóttkví en voru 1.070 í gær.

Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 0,3 og 3 á landamærunum. 

mbl.is