Íhuga að hætta útburði bréfa

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts.
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts. Ljósmynd/Aðsend

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóts, segir hagræðingu fyrirtækisins komna að þolmörkum. Ef ganga eigi lengra í hagræðingu þurfi að breyta þjónustuskyldunni. Ein leið sé að hætta að bera bréf inn um hverja lúgu, enda sé gríðarlegur samdráttur í bréfamagninu, sem minnkaði t.d. um 37% í janúar.

Tekjur Íslandspósts minnkuðu frá fyrra ári. Þær voru um 7,45 milljarðar í fyrra en 7,7 milljarðar 2019.

Á þriðja hundrað sagt upp

Þá minnkar launakostnaður um tæplega 440 milljónir en fyrirtækið hefur fækkað stöðugildum um á þriðja hundrað frá árinu 2018.

Frá ársbyrjun 2020 hefur Íslandspóstur haft sömu gjaldskrá fyrir allt landið í pakkasendingum en áður voru gjaldsvæðin fjögur. Fullyrða Samtök verslunar og þjónustu að fyrirtækið hafi þar með farið að niðurgreiða pakkasendingar út á land og þannig veikt flutningsfyrirtækin.

Þórhildur Ólöf segir Íslandspóst vilja að þessu verði breytt. „Þetta hefur reynst okkur mjög þungt. Við erum ekki samkeppnishæf í Reykjavík – við erum með of hátt verð í Reykjavík og of lágt verð úti á landi – sem setur okkur í gríðarlega erfiða stöðu. Við höfum ekki farið dult með þá skoðun okkar að þessu þurfi að breyta,“ segir Þórhildur Ólöf um afleiðingar þess að jafna gjaldskrána. Sú hugsun hafi verið falleg en ekki hugsuð til enda.

Hún segir ýmsar breytingar í farvatninu. Meðal annars varðandi vetnisvæðingu flutningabíla og þróun stafrænna lausna.

Ítarlega er fjallað um rekstrarskilyrði Íslandspósts í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »