Þriggja bíla árekstur

mbl.is

Þrjár fólksbifreiðar rákust saman á Miklubraut nálægt gatnamótunum við Kringlumýrarbraut á áttunda tímanum í morgun. Sjúkrabíll og lögregla fóru á vettvang en alvarleg slys virtust ekki hafa orðið á fólki. 

Smávægilegar tafir urðu á umferð vegna þessa. Nokkurt frost var í nótt víða um land og hálka eða hálkublettir á flestum vegum utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún var minni.

mbl.is