Milljarðar sjá eldgosafréttir

Ísland er meira en eldgos.
Ísland er meira en eldgos. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm og hálfur milljarður lesenda enskumælandi vefmiðla í heiminum hafa haft aðgang að fréttum af eldgosinu í Geldingadölum. Að minnsta kosti 3.500 fréttir af eldgosinu hafa birst samtals í erlendum fréttamiðlum, þar af í mörgum af þekktum fréttamiðlum eins og CNN, ITV, Forbes, NBC og Guardian. Hefur fréttunum verið deilt 85.000 sinnum.

Þetta má sjá úr gögnum sem alþjóðlega almannatengslafyrirtækið Cohn & Wolf á Íslandi hefur aðgang að í sínum gagnagrunnum. „Það er alveg klárt að fréttirnar hafa farið víða. Það er mikill áhugi í Bandaríkjunum og helmingur allrar umfjöllunarinnar er þar í landi,“ segir Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe, í Morgunblaðinu í dag. „Svo er annað mál hvort að þetta sé jákvætt eða neikvætt fyrir Ísland. Þá verður maður að hafa í huga að fréttir af eldgosum eru almennt séð ekki taldar jákvæðar. Víða erlendis hafa menn annan skilning en við á því hvað elgdos þýðir fyrir næsta nágrenni.“

Hann segir að nálægð gossins við Keflavíkurflugvöll geti líka haft neikvæð áhrif. „Myndefni af staðnum, þar sem fólk sést í mikilli nálægt við eldgosið og glóandi hraunið, ætti að draga úr áhyggjum af því að um bráða hættu sé að ræða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert