Upptaka: Sóttvarnaráðstafanir kynntar

Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar kynntu sóttvarnaaðgerðir í Hörpu í dag.
Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar kynntu sóttvarnaaðgerðir í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blaðamannafundur um sóttvarnaráðstafanir verður haldinn í Hörpu klukkan þrjú síðdegis. Forsætisráðuneytið boðar til fundarins. Hér má sjá upptöku frá fundi dagsins. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra verða fulltrúar ríkisstjórnarinnar á fundinum.

Væntanlega verða hertar sóttvarnaaðgerðir tilkynntar á fundinum en kórónuveirufaraldurinn hefur verið heldur á uppleið hérlendis síðustu daga.

Ríkisstjórnin fundaði í Ráðherrabústaðnum fyrir blaðamannafundinn og að honum loknum héldur ráðherrarnir í Hörpu. Þeir gáfu ekki kost á viðtali fyrir fundinn. 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, verði til svara á fundinum.

Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert