Gas gæti safnast fyrir í lægðum

Gott er að vera búinn gasmæli við heimsókn á eldstöðvarnar.
Gott er að vera búinn gasmæli við heimsókn á eldstöðvarnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í dag er útlit fyrir hæga suðlæga og breytilega átt með éljum. Það getur verið að gas safnist fyrir í dalnum og það er ákveðið útlit fyrir það. Á milli tvö og fjögur snýst í frekar ákveðna norðlæga átt og gasið mun blása til suðurs,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. 

Hann bendir á að ef ekki er hægt að ganga með vindinn í bakið er gott að vera búinn gasmæli. 

„Veðrið er mikið betra í dag til að skoða gosið en í gær upp úr kaffileyti,“ bætir Einar við. 

mbl.is