Rúmlega helmingur í starfsnám

Flestir nemendur sem leggja stund á starfsnám nema húsasmíði.
Flestir nemendur sem leggja stund á starfsnám nema húsasmíði. mbl.is/RAX

Rúmlega helmingur umsækjenda í framhaldsskólum á vorönn 2021 sækir um í starfsnám samkvæmt nýrri samantekt Menntamálastofnunar. Umsóknir karlkyns nemenda eru umtalsvert fleiri en kvenkyns nemenda. 

Fjöldi nemenda í hefðbundnum íslenskum framhaldsskólum þann 1. mars 2021 var 20.989 sem er 1.655 færri nemendur en haustönn 2020. Hlutinn er talinn skýrast að einhverju leyti af hluta nemendahóps sem útskrifaðist um áramót þó að brottfall sé einnig talið spila inn í tölfræðina. 

Í almennu bóknámi eru nemendur 11.952 talsins, í starfsnámi 6.689, í undirbúningsnámi 1.807 og á starfsbrautum 505. 

Mikill munur er á námsleiðum sem nemar velja sér eftir aldri. Langflestir í aldursflokknum 25 ára og eldri, eða 71,9% þeirra, sækja í starfsnám á meðan algengast er á meðal allra yngri en 25 að velja almennt bóknám. Algengast er að nemar á bóknámsbrautum séu á náttúrufræðibraut, þá félagsfræðibrautum og opnum bóknámsbrautum. 

Flestir starfsnemar eru skráðir í húsasmíði, næstflestir í rafvirkjun og á eftir því kemur sjúkraliðanám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert