Keyptu nýverið Svefneyjar á Breiðafirði

Svefneyjar. Taldar eru 63 eyjar í klasanum auk ótalinna skerja. …
Svefneyjar. Taldar eru 63 eyjar í klasanum auk ótalinna skerja. Þar eru mikil hlunnindi sem hafa verið nýtt. Ljósmynd/Mats Wibe Lund, mats.is

Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaupsýslukona í San Francisco, er ásamt austurrískum unnusta sínum, Sacha Tueni, að taka við Svefneyjum á Breiðafirði.

Sacha Tueni keypti nýverið eyjarnar af afkomendum Dagbjarts Einarssonar, útgerðarmanns í Grindavík, og Birnu Óladóttur, konu hans, sem keyptu eyjarnar fyrir um 28 árum ásamt fleirum.

Fjölskyldan átti 75% hlut og Olís seldi einnig sín 25%, að því er fram kemur í umfjöllun um viðskipti þessi í Morgunblaðinu í dag.

Sacha hefur starfað mikið í tæknigeiranum í Bandaríkjunum, meðal annars hjá Facebook.

Áslaug Magnúsdóttir segir að þau muni nota Svefneyjar sem sumarheimili og þau muni jafnvel dvelja þar og vinna lengur. Mikil hlunnindi fylgja jörðinni, ekki síst æðarvarp, en einnig hefur Þörungaverksmiðjan á Reykhólum sótt þangað þara. Áslaug segir að erlendis sé farið að nota þörunga í efni. Hún stefnir að því að nota íslenska þörunga í nýjustu fatalínuna sem heitir Katla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert