Íbúðin gerði það að verkum að Áslaug er oftar á Íslandi

Áslaug Magnúsdóttir fjárfestir og frumkvöðull býr í einstakri íbúð í 105 Reykjavík. Hún hefur verið búsett erlendis lengi en 2014 festi hún kaup á þessari íbúð. Aðalmarkmiðið með þessari íbúð var að geta verið meira á Íslandi. Móðir hennar fann þessa íbúð eftir töluverða leit og segir Áslaug að ferðunum til Íslands hafi fjölgað mikið eftir að hún festi kaup á íbúðinni enda sé hvergi betra að vera. 

Íbúðin er á tveimur hæðum og eru fallegar svalir á efri hæðinni og þegar staðið er þar er horft niður í borðstofuna. Gólfin eru lökkuð hvít með þykkum hvítum gólflistum en súlurnar setja svip sinn á íbúðina og eru þær upprunalegar. 

Þegar Áslaug er ekki á Íslandi býr hún með kærasta sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún segir að þessi íbúð sé ekta hún og hennar stíll en heimilið í Bandaríkjunum sé öðruvísi því þar ráði kærasti hennar ríkjum, en hún flutti inn á hann þegar þau byrjuðu saman. 

Á dögunum kynnti Áslaug nýtt fatamerki sem heitir Katla. Það er sérstakt fyrir margar sakir því það er eingöngu selt á netinu og er línan sjálfbær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál