Fólk leitar enn í kirkjuna eftir því sem ekki fæst annars staðar

Síra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur segir að kirkjan þjóni enn ríkum tilgangi, bæði til þess að veita svör við spurningum, sem vakna af trúarþörf eða tækni og staðreyndir geta ekki svarað, en eins og ekki síður þegar á bjáti. Þá sé í kirkjunni skjól og samfélag, sem fólk leiti í og finni ekki annars staðar. Á þeim stundum tali enginn um hálftómar kirkjur.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjasta þætti Þjóðmálanna í Dagmálum, streymisþáttum fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Þar ræðir Andrés Magnússon við síra Svein og Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing um trú og sið, helgihald og andlegt samfélag, á dögum félagsmiðla og félagsfirðar, þar sem fátt kann að virðast heilagt.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert