Landsréttur vísar frá kæru Þórólfs

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur hefur vísað frá kæru Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis vegna úrskurðar héraðsdóms um að ólögmætt sé að skylda fólk í sóttvarnahús.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir þetta við mbl.is.

Kjartan Hreinn segir að um fjögur aðskilin mál hafi verið að ræða og að þeim hafi öllum verið vísað frá vegna skorts á lögvörðum hagsmunum. Dómur héraðsdóms sé því enn í gildi.

Hann segir að Þórólfur og hans fólk sé að fara yfir málið og bætir við að niðurstaðan breyti ekki miklu. „Við vorum að vinna út frá þessari niðurstöðu sem við fengum úr héraði. Núna förum við að hugleiða næstu skref,“ segir hann og á þar við hvernig fyrirkomulagið verður á landamærunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert