Tæknin og vantraust á Alþingi

Traust almennings á Alþingi hefur minnkað á undanförnum árum og rekja má þróunina til efnahagshrunsins 2008. Hins vegar er þáttur samfélagsmiðla í að grafa undan þessu trausti vanmetinn, en á sama tíma komu snjallsímar einnig fram. Þetta segir Bergur Ebbi Benediktsson í Dagmálum í dag.

Grínistinn, rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Bergur Ebbi Benediktsson er gestur Bjartar Ólafsdóttur í Dagmálaþætti dagsins þar sem þau ræða um framtíðina, tækni, stjórnmál og þróun samfélagsins.

Áskoranirnar sem nútímasamfélög standa frammi fyrir vegna örra tæknibreytinga eru stórar og varða lykilstofnanir samfélaga og stór málefni á borð við sjálfsmyndir þjóða. Í meðfylgjandi myndskeiði fer hann yfir tilgátu sína um það hvernig tilkoma snjallsíma og í kjölfarið mikil notkun á samfélagsmiðlum hefur haft áhrif á sess Alþingis í huga þjóðarinnar.

Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins, en einnig er hægt að skoða þau með því að kaupa vikupassa að vefútgáfu blaðsins. Þættina er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert