Stóraukin umferð á hringveginum

Umferð jókst um hringveginn.
Umferð jókst um hringveginn.

Umferðin á hringveginum jókst stórlega í seinasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða um nærri 23 prósent.

Í mars í fyrra drógu kórónuveirufaraldurinn og sóttvarnaaðgerðir mjög mikið úr umferð á þjóðvegum landsins en í seinasta mánuði hafði átt sér stað veruleg breyting á umferðinni frá sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum úr teljurum Vegagerðarinnar.

Fram kemur í umfjöllun Vegagerðarinnar að þessi aukning sé í takt við þá aukningu sem varð í mars á höfuðborgarsvæðinu. Reyndist umferðin á hringveginum í seinasta mánuði sú þriðja mesta frá upphafi mælinga. „Umferð jókst í öllum landsvæðum en mest á Norðurlandi eða um 34,6% en minnst um teljarasnið á Suðurlandi eða um 16,8%,“ segir í umfjölluninni.

46,3% meiri á Holtavörðuheiði

Umferðin jókst mikið á öllum talningarstöðum á hringveginum að tveimur undanskildum. Mest jókst umferðin um Holtavörðuheiði eða um 46,3% Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur umferðin aukist um 7% frá sama tímabili á síðasta ári. Mest um Norðurland eða um 12,8% en á Suðurlandi mælist 2,1% samdráttur frá áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »