Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Árekstur varð á Vesturlandsvegi, við Esjuberg, klukkan 14 í dag. Fimm voru fluttir á slysadeild. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um harða aftanákeyrslu að ræða. Fimm einstaklingar voru í bifreiðunum og voru allir fluttir á slysadeild, flestir með minniháttar áverka. 

Báðar bifreiðar voru fluttar óökuhæfar með kranabíl af vettvangi slyssins. Að sögn varðstjóra lauk aðgerðum slökkviliðs á svæðinu skömmu fyrir klukkan 15. 

mbl.is