Væta með köflum á fyrsta degi sumars

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu, en víða 13 til 18 norðvestan- og vestanlands síðdegis. Léttir til á austanverðu landinu, en annars staðar gengur á með éljum. 

Á mánudag er spáð mun hægari suðvestanátt á morgun og éljum á Suður- og Vesturlandi, en léttskýjað eystra. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn. 

Á þriðjudag er útlit fyrir vestlæga átt með þurru og svölu veðri, en dálitlum éljum við norðausturströndina. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan og vestan 3-8 m/s og él, en léttskýjað um landið A-vert. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt 3-10 og víða bjart, en líkur á dálitlum éljum V- og N-lands. Vægt frost fyrir norðan, en upp í 5 stig syðra.

Á miðvikudag:
Suðvestan 3-8, skýjað og sums staðar lítils háttar væta. Hiti 1 til 7 stig.

Á fimmtudag (sumardaginn fyrsta):
Hægur vindur, skýjað og smá væta með köflum. Hiti 1 til 8 stig, mildast S-lands.

Á föstudag:
Austanátt, skýjað með köflum og súld SA-til. Hiti 3 til 9 stig að deginum, en svalara á N- og A-landi.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðlæga átt með dálitlum skúrum V-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert