Listi yfir kynhlutlaus nöfn væntanlegur

Nýburanöfn eru orðin fjölbreytt.
Nýburanöfn eru orðin fjölbreytt. AFP

Mannanafnanefnd samþykkti nýlega eiginnafnið Bryn og skyldi það fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn. nafnið tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Bryns, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. greinar laga um mannanöfn.

Aðalsteinn Hákonarson málfræðingur er formaður mannanafnanefndar. Hann sagði að Þjóðskrá Íslands færði nöfn á mannanafnaskrá en mannanafnanefnd ákvæði hvaða nöfn fari á hana.

„Almennt er nöfnum einungis bætt á listann vegna umsókna um nöfn sem stendur til að skrá á tiltekinn nafnbera [nýfætt barn eða fullorðinn einstakling sem ætlar að breyta nafni sínu]. Það er ekki setið við að finna upp á nöfnum eða taka á móti almennum tillögum um nöfn,“ sagði Aðalsteinn í skriflegu svari.

Eftir að lög um kynrænt sjálfræði voru sett fór mannanafnanefnd að fá umsóknir um nöfn leidd af hvorugkynsorðum svo sem Regn og Frost. Nefndin hefur samþykkt nokkur nöfn af þessu tagi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »