Greiða 1,4 milljarða í innviðagjöld

Byggt í Urriðaholti.
Byggt í Urriðaholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsbyggjendur í Urriðaholti í Garðabæ taka þátt í greiðslu kostnaðar við uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja. Garðabær hafði fengið greidda liðlega 1,4 milljarða króna í innviðagjöld við lok síðasta árs.

Kostnaður við byggingu hins nýja Urriðaholtsskóla nam á sama tíma tæplega 2,7 milljörðum króna.

Kemur þetta fram í svari við fyrirspurn Garðabæjarlistans sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar á fundi í gærmorgun. Þar kemur fram að innviðagjöldin voru greidd á árunum 2008 til 2020 samkvæmt samstarfssamningi Garðabæjar og landeigandans, Urriðaholts ehf., um uppbyggingu byggðar í Urriðaholti sem gerður var árið 2007.

Framlagið er ákveðin fjárhæð á íbúð, mismunandi eftir tegund. Rammaskipulag gerði ráð fyrir um það bil 1.630 íbúðum á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert