Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún undirgengst nú gigtarrannsóknir. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Sigurborgu. 

Þar segir hún að gífurlegt álag í starfi hafi ýtt yndir veikindin en jafnframt að ákvörðunin um að hætta hafi verið verulega erfið. 

Hún hefur ekki rætt veikindin opinberlega áður og segir að hún hafi ætlað að bera harm sinn í hljóði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina