Vilja sjóvarnargarð á Siglunesi

Norðurljós yfir Siglunesi.
Norðurljós yfir Siglunesi. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Þingflokkur Miðflokksins leggur til að sjóvarnargarður verði byggður á Siglunesi, til þess að verja höfnina á Siglufirði fyrir landbroti vegna sjávargangs sem verið hefur á nesinu síðustu ár.

Leggur flokkurinn fram tillögu til þingsályktunar um að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hefja undirbúning að uppbyggingu sjóvarnargarðs á Siglunesi í samstarfi við Fjallabyggð.

Siglunes er nyrsta táin milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og var eitt sinn töluvert stærra en það er nú en sagnir eru til um mikil landbrot af völdum sjávargangs. Eins eru dæmi þess að landeyðing hafi orðið mikil í einstökum stórviðrum og grynningar og skerjaklasi út af nesinu bendir einnig til þess að sjór hafi haft mikil áhrif á landið, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert