Með hótanir í sóttvarnahúsi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi þar sem hann dvelur á sóttvarnahóteli í Austurbænum (hverfi 105).

Maðurinn var búinn að valda öðrum gestum ónæði og hafði haft í hótunum við einn gest. Maðurinn er einnig grunaður um eignaspjöll og fleiri brot að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is