138.577 hafa fengið bóluefni

Mjög margir hafa verið bólusettir í þessari viku. Flestir í …
Mjög margir hafa verið bólusettir í þessari viku. Flestir í gær eða rúmlega 17 þúsund manns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls eru 18,2% fullbólusett á Íslandi og bólusetning hafin hjá 28,8% þeirra sem verða bólusettir. 2,1% þjóðarinnar er með mótefni. Í morgun höfðu 138.577 einstaklingar
fengið að minnsta kosti einn skammt og mun bætast í þann hóp í dag þar sem bólusett er með Moderna í Laugardalshöllinni og AztraZeneca á Landspítalanum.

Búið er að fullbólusetja 53.658 einstaklinga á Íslandi og bólusetning er hafin hjá 84.919 til viðbótar. 

Í gær voru 17.111 bólusettir, þar af 14.016 með AztraZeneca. Það bóluefni nálgast hratt Pfizer-BioNTech þegar horft er á fjölda þeirra sem hafa verið bólusettir á Íslandi en langflestir Íslendingar hafa fengið þessi tvö bóluefni á meðan fáir hafa verið bólusettir með Moderna og Janssen. Mjög stutt er síðan byrjað var að bólusetja með Janssen hér á landi. Það bóluefni þarf aðeins að gefa í eitt skipti til að ná fram fullri bólusetningu ólíkt hinum þremur þar sem tvo skammta þarf.

Nánast allir 80 ára og eldri eru fullbólusettir og í aldurshópnum 70-79 ára eru yfir 40% fullbólusett en bólusetning hafin hjá nánast öllum öðrum. Eins er búið að bólusetja hátt hlutfall 60 ára og eldri. 

Í aldurshópnum 50-59 er bólusetning hafin eða lokið hjá 64% og hjá 40-49 ára er hlutfallið 34%. Hjá 30-39 ára er bólusetning annaðhvort hafin eða lokið hjá rúmlega 20% og tæp 17% þeirra sem eru 16-29 ára hafa fengið bólusetningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert