Ekki pláss fyrir allar

Þyrla LHG við flugskýli LHG á Reykjavíkurvelli.
Þyrla LHG við flugskýli LHG á Reykjavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir að þriðja leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, kom til landsins í síðustu viku er ekki lengur pláss fyrir öll loftför Gæslunnar í flugskýli hennar á Reykjavíkurflugvelli.

Gæslan er nú með þrjár þyrlur af gerðinni Airbus Helicopters og eina flugvél af gerðinni Dash-8 Q300.

Dómsmálaráðuneytið sendi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í júlí 2018 þar sem vakin var athygli á þeirri stöðu sem kæmi upp þegar Gæslan hefði endurnýjað flugflotann með nýjum þyrlum. Farið var fram á að skipulagsyfirvöld mótuðu tillögu til framtíðar um staðsetningu þyrlusveitarinnar til framtíðar.

Tillögur hafa ekki komið enn frá borgaryfirvöldum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »