Opið í Þórsmörk og að Surtshelli

Þórsmörk.
Þórsmörk. mbl.is/RAX

Langflestar hálendisleiðir eru enn lokaðar en þó er búið að opna fyrir jeppa inn í Þórsmörk og að Surtshelli í Hallmundarhrauni.

Vegagerðin hefur gefið út fyrsta hálendiskort sitt í ár og þar er sýnt á skyggðu svæði hvar allur akstur er bannaður þar til annað verður ákveðið vegna hættu á vegaskemmdum.

Að sögn Sveinfríðar Högnadóttur, þjónustufulltrúa hjá Vegagerðinni, eru utan skyggða svæðisins rauðir vegir þar sem akstur er ekki allur bannaður en óljóst er um ástand veganna. Þar eru menn því á eigin ábyrgð.

Aðspurð segir hún ástand veganna svipað og verið hefur síðustu ár miðað við árstíma en í upplýsingabæklingi Vegagerðarinnar má sjá áætlaða opnunardaga helstu fjallvega.

Skyggða svæðið sýnir hvar allur akstur er bannaður.
Skyggða svæðið sýnir hvar allur akstur er bannaður. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert