Meirihluti landsmanna litið í eigin barm

Önnur bylgja #MeToo hefur vart farið framhjá mörgum
Önnur bylgja #MeToo hefur vart farið framhjá mörgum

Fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup að 81% landsmanna hafi tekið mikið eftir umfjöllun um svokallaða aðra bylgju #MeToo hreyfingarinnar. 11% hafi hvorki tekið mikið né lítið eftir henni, um 4% lítið en rúmlega 3% hafi tekið mjög lítið eða ekkert eftir henni.

Svo virðist sem að önnur bylgjan hafi ekki einungis verið hávær ómur á samfélagsmiðlum en samkvæmt þjóðarpúlsinum hafa rétt tæplega 60% hugleitt eigin hegðun og samskipti í kjölfar umfjöllunarinnar.

Þá hafa þeir sem mikið hafa tekið eftir umfjölluninni verið líklegri til þess að hugleiða eigin hegðun og samskipti. Einnig kemur fram að um 76% hafi átt samtal við einhvern af sama kyni og af öðru kyni um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi í kjölfar umfjöllunarinnar.

Konur taka frekar eftir #MeToo

Konur hafa tekið meira eftir umfjölluninni en karlar og fólk með hærra menntunarstig tekur frekar eftir henni heldur en einstaklingar með lægra menntunarstig.

Langstærstur hluti landsmanna, eða 84% telja jákvætt að umfjöllunin fari fram. 10% telja það hvorki jákvætt né neikvætt og 5% telja það neikvætt. Þá telja konur frekar jákvætt að umfjöllunin fari fram heldur en karlar

mbl.is