Ekki skylt að sameinast en skilmálar settir

Sveitarstjórnafrumvarpið fór til 2. umræðu sl. mánudag.
Sveitarstjórnafrumvarpið fór til 2. umræðu sl. mánudag.

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að umdeilt orðalag um að ráðherra sveitarstjórnarmála skuli hafa frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem ekki ná lágmarksíbúafjölda verði fellt út úr frumvarpi ráðherrans um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans.

Fulltrúar margra minni sveitarfélaga höfðu lýst andstöðu við þetta ákvæði og ráðherra lýsti því yfir í vetur að hann væri opinn fyrir umræðu um málamiðlanir til að tryggja breiðari samstöðu.

Segir í álitinu að nefndin hafi unnið að breytingartillögum við frumvarpið í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og þær einnig verið sendar til sveitarfélaga til umsagna. Afar brýnt sé að ná fram samstöðu um þær breytingar sem ráðast á í til þess að efla sveitarstjórnarstigið.

Meirihlutinn leggur til að í stað þess að kveða á um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags skuli vera 1.000 íbúar verðikveðið á um þá almennu stefnumörkun að stefna skuli að því að lágmarksstærð sveitarfélags verði 1.000 íbúar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert