Hefur enga tengingu við skemmdarvarginn

Sigga Björg segir að manninum hafi ekki tekist að eyðileggja …
Sigga Björg segir að manninum hafi ekki tekist að eyðileggja sýninguna og að hún verði áfram opin. mbl.is/Árni Sæberg

Skemmdarverk voru unnin á sýningu listakonunnar Siggu Bjargar Sigurðardóttur í Gerðubergi í Reykjavík á fimmtudag. Gestkomandi maður úðaði yfir allar myndir sýningarinnar með appelsínugulu spreyi úr brúsa.

Sýning Siggu Bjargar heitir „Stanslaus titringur“ og hafði hún málað fjölda stórra mynda beint á veggina. Um er að ræða sumarsýningu Gerðubergs sem á að standa út sumarið. Hún hafði verið opin í fimm daga er skemmdirnar voru unnar.

Sigga Björg segist enga tengingu hafa við manninn og hún viti ekki hvað bjó að baki ákvörðun hans. „Ég er náttúrlega búin að hugsa mikið um það, hvað það getur verið. Þetta eru mjög sterk viðbrögð og það í sjálfu sér er áhugavert. Þó það sé glatað að hafa eytt svona mikilli vinnu í þetta, það tók náttúrlega mjög langan tíma að gera öll verkin á veggina, og ömurlegt að lenda í þessu, þá er það líka áhugavert að verkin hafi vakið þessi viðbrögð hjá einhverjum og ég væri mjög forvitin að vita af hverju eða hvað honum gekk til,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert