PCC á Bakka tekur við sér

Flutningaskip kemur með trjáboli fyrir verksmiðju PCC á Húsavík.
Flutningaskip kemur með trjáboli fyrir verksmiðju PCC á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Landið er farið að rísa,“ sagði Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC á Bakka við Húsavík, en stefnt er á gangsetningu síðari af tveimur ofnum verksmiðjunnar í byrjun júlí.

Heimsfaraldurinn hafði í för með sér röskun á heimsmarkaði með kísilmálm. Verð lækkaði og eftirspurn dróst saman. Í lok júní á síðasta ári stöðvaði kísilverksmiðjan PCC á Bakka starfsemi sína. Misstu þá tveir þriðju hlutar starfsfólks vinnuna. Í lok janúar á þessu ári tók fyrirtækið sig til og byrjaði að ráða til baka starfsfólk og undirbúa endurræsingu ofnanna. Í lok apríl ræsti fyrirtækið annan ofninn.

Flutningaskipið Wilson North kom í höfn á Húsavík í gærmorgun, barmafullt af trjábolum fyrir kísilverksmiðjuna. Nú er verið að undirbúa ræsingu á seinni ofninum og stefnt er á gangsetningu í byrjun júlí að sögn Rúnars. thorab@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »