Maðurinn vaknaður og er á batavegi

Maðurinn var stunginn aðfaranótt sunnudags fyrir framan veitingastaðinn Fjallkonuna á …
Maðurinn var stunginn aðfaranótt sunnudags fyrir framan veitingastaðinn Fjallkonuna á Ingólfstorgi. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur legið þungt haldinn á gjörgæsludeild vegna stungusára sem honum voru veitt aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Honum er ekki lengur haldið sofandi og er ekki lengur talinn í lífshættu. 

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við mbl.is. 

Hann segir einnig að rannsókn málsins miði vel. Enn sé aðeins einn í haldi lögreglu vegna málsins, sá sami og var upphaflega handtekinn skömmu eftir að verknaðurinn var framinn. Rætt hefur verið við fjölda vitna það sem af er rannsókninni sem Grímur segir að sé enn í fullum gangi. 

Rætt verður við manninn sem varð fyrir árásinni þegar hann verður tilbúinn til samtals við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert