Með kíló af kókaíni á vellinum

Atvikið átti sér stað í Leifsstöð um sl. helgi.
Atvikið átti sér stað í Leifsstöð um sl. helgi. mbl.is/Björn Jóhann

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um liðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum um að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis.

Við frekari skoðun á farangri mannsins fundust fíkniefni falin í ferðatösku, 1 kg af meintu kókaíni.

Lögreglan handtók viðkomandi sem var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Rannsókn málsins er á frumstigi, að því er lögreglan greinir frá í tilkynningu. 

mbl.is