9,6 milljónir á miða sem keyptur var í Borgarnesi

Lottó.
Lottó.

Einn var með allar tölur réttar í lottóoútdrætti kvöldsins og fær hann í sinn hlut tæplega 9,6 milljónir króna. Vinningsmiðinn var keyptur á Olís í Borgarnesi. 

Þá var einn með fjórar réttar og fær hann í sinn hlut um 420 þúsund krónur. Miðinn var í áskrift. 

Enginn var með allar jókertölur kvöldsins réttar en fjórir voru með fjórar tölur réttar og fá þeir í sinn hlut 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru í áskrift en einn miðinn var keyptur í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri. 

Vinningstölur kvöldsins: 15, 16, 21, 27, 39 – Bónustalan var 5

Jókertölur kvöldsins: 7, 0, 0, 7, 1

mbl.is