Allar björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út

Björgunarsveitir að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi og í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna svifflugmanns sem lenti í vandræðum á Búrfelli í Þjórsárdal og slasaðist.

Töluverður viðbúnaður er vegna slyssins. Einnig hafa verið kallaðir til sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Útkallið barst klukkan 13.20 í dag og eru viðbragðsaðilar á leið á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert